Wednesday, February 25, 2009

FERÐAGETRAUN. Takið fram boxhanskana og vinnið ferð í verðlaun



Hér kemur ferðagetraun ársins 2009. Verðlaun fyrir rétt svör er ferð fyrir einn að vali stjórnar VIMA

1. Tvær drottningar voru miklar valdakonur í Jemen fyrir nokkur hundruð árum. Önnur var Bilquis, drottningin af Saba. Hvað hét hin og hvar var aðsetur hennar?

2. Hversu langur og breiður er dalurinn Wadi Hawdramaut í Jemen?

3. Hvaða dag árið 1969 varð Moammar Gaddafi leiðtogi í Líbíu?

4. Hvað heitir forseti Líbanons sem tók við eftir langa stjórnarkreppu fyrir nokkrum mánuðum? Er hann kristinn, sjia eða sunni?

5. Hvaða land heitir Misr á arabísku?

6. Teljið upp forseta Írans frá valdatöku Khomeinis 1979?

7. Hvaða borgir í Marokkó eru kallaðar keisaraborgirnar?

8. Hvað styðja VIMA félagar mörg börn í Jemen árið 2008-2009?

9. Í hvaða landi Miðausturlanda er Tabriz?

10. Hvað heitir soldáninn af Óman og hvenær (dagur og ár) ýtti hann föður sínum úr sessi og tók við?

11. Hverjar eru höfuðborgir Armeníu, Georgíu og Azerbajdan?

12. Í hvaða landi Miðausturlanda fannst fyrst olía og hvenær?

13. Hvar eru frægustu fornminjar, frá tímum Rómverja í 1)Líbíu 2) Sýrlandi 3) Jórdaníu?

14. Hvað heitir eyðimörkin í Óman og hversu stór er hún?

15. Hvar er ólæsi mest/minnst í löndum araba?

16. Hvaða ár var Balfour yfirlýsingin gefin? Og við hvern er hún kennd?

17. Hvaða menntun hefur forsetafrúin í Sýrlandi?

18. Í hvaða stjörnumerki var Jasir Arafat sálugi og fyrv. leiðtogi Palestínumanna?

19. Hvar hefur fundist elsta stafróf í heimi sem fræðimenn hafa ráðið?

20. Til hvaða landa í arabaheiminum er unnt að komast þótt menn séu með ísraelskan stimpil í vegabréfi?

Langflest svör við þessari getraun er að finna hér og hvar á síðunni. Annars í ferðabókum um löndin.

Frestur til að skila svörum er til 19.mars. Vinsamlegast sendið til mín á jemen@simnet.is og ferð bíður þess sem fróðastur/heppnastur er. Ef fleiri en einn hafa öll svör rétt verður dregið úr réttum lausnum.
Þau lönd sem eru verðlaunalönd eru Jemen/Jórdanía í maí, Marokkó í sept Libía í okt og Egyptaland í nóvember.